




Kajakklúbbur SVIÐI
ÁLFTANES. TILLAGA 2007
Félagsaðstaða Kajakklúbbsins Sviða á Álftanesi var hugsuð staðsett við einar fjölbreyttustu kajak- og róðraraðstæður landsins.
Hefðin og nútíminn eru hér ofin saman í notalegt skýli fyrir kajakræðara og göngufólk sem þyrstir í útsýnið af þakinu.
Hönnunin er byggð á þeirri sannfæringu að íslenska byggingarlist ætti að byggja á þeim sérstöku menningartáknum og náttúrufyrirbærum sem hér finnast í meira mæli en í öðrum löndum.